Andlát á erlendri grundu

Ég var að hlusta á þáttinn Morgungluggann fyrir nokkrum dögum á Rás 1. (http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/29052013-0 ) Þar var áhugavert viðtal við Þórhöllu Arnardóttur sem er systir Örvars Arnarsonar heitins sem lést í hörmulegu slysi í fallhlífarstökki í Flórída í vetur.  Blessuð sé minning hans. Þórhalla og fjölskylda hennar eru að búa til sjóð sem standa á við bakið á þeim sem þurfa að koma sínum nánustu heim eftir fráfall í framandi landi þar sem vátryggingar ná ekki yfir slíkan atburð.  

Hvaða vátryggingar geta greitt fyrir flutning látinar manneskju til greftrunar á Íslandi.  Kostnaður er umtalsverður og er oft erfitt að leggja það á fjölskyldu að koma með reiðufé til að greiða fyrir slíkt.  Það geta verði margar ástæður fyrir því að það sé erfitt en undirritaður er þeirrar skoðunar að skilgreind upphæð vegna slíks tjóns ætti að falla undir sjúkratryggingakerfi íslendinga, sem ég hef gagnrýnt í öðrum pistli á http://www.tryggja.is/blogg/.

Líftrygging greiðist nánast undantekningalaust út við slíkan atburð.  En sú vátrygging er ekki hugsuð fyrir kostnað sem þennan heldur til að viðhalda aflahæfi fjölskyldunnar og/eða til að greiða fyrir þekktar skuldir.

Í almennum slysatryggingum eru undantekningar, og fallhlífarstökk er ein þeirra.  Hægt er að greiða hærra iðgjald af þeirri vátryggingu til að fella þessa áhættu undir skilmála.  Slysatryggingar sem þessar verða hafa dánarbætur vegna slyss til að þar komi til greiðslu í þessu tilfelli.

Sjúkrakostnaðartryggingar eins og algengar eru í kreditkortum undanþyggja aukna áhættu eins og fallhlífarstökk og þarf því að vátryggja sjúkrakostnað með sér samning ef viðkomandi stundar áhættusport.

Ef viðkomandi er með sjúkdóm sem leiðir hann til dauða erlendis þá stendur fjölskildan fyrir sama vandamáli þar sem ekkert vátryggingafélag greiðir kostnað við heimflutning þar sem viðkomandi var með sjúkdóminn fyrir brottför.

Slysið er hægt að vátryggja og ættu allir að gera það.  Sjúkdómurinn býr til átthagafjötra á þá sem eiga lítið fé í sarpinum, nema ef ekki á að flytja hinn látna heim.

Í ljósi þessa þá skora ég á fólk að styrkja sjóðinn.  Það á samt ekki að koma í veg fyrir að fólk sem er að stunda áhættu sport vátryggi sig.

 sjá líka á www.tryggja.is


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Það er annað sem vara þarf við í þessu sambandi og það eru ferðir sem gagngert eru farnar til að gangast undir læknismeðferðir, sérstaklega skurðaðgerðir.

Það er algengara en flestir halda að fólk fari í aðgerðir erlendis, jafnvel umfangsmiklar kviðarholsaðgerðir. Sem meltingarfæraskurðlæknir veit ég full vel hvað getur komið upp á og fylgikvillar geta leitt til alvarlegra vandamála eins og hættulegra sýkinga og gjörgæslumeðferðar. Fólk er iðullega að fara til landa þar sem þjónustan er ódyr en á móti er öryggi sjúklinga mjög ábótavant. Þetta eru oft lönd með lélega almenna heilbrigðisþjónustu svo sem í austurlöndum fjær, fyrri austantjaldslöndum og Suður Ameríku. Það er heldur ekki alltaf um að ræða vle menntaða eða færa lækna, þvert á móti eru þetta oft læknar sem hafa ekki fengið eða haldið vinnu annarsstaðar.

Það getur hæglega kostað íbúðarverð að fá sjúkraflutning heim í slíkum tilfellum. Oft þarf sérútbúna flugvél og fylgd lækna og hjúkrunarfólks.

Að gefnu tilefni þá kannaði ég fyrir nokkru hver tryggingastaða fólks mundi vera ef upp koma alvarlegir fylgikvillar við slíkar aðgerðir og kostnaðarsamir flutningar heim. Ég fékk að vita að engar venjulegar ferðatryggingar gilda þegar um áður fyrirhugaða aðgerð er að ræða það er að segja ekki ófyrirséð bráðatilfelli. Allar venjulegar ferðatryggingar gilda aðeins ef veikindi eru óvænt og skyndileg. Það á ekki við þegar um þekkta fylgikvilla skurðaðgerða er að ræða.

Sjúkratryggingar Íslands bæta heldur ekki tjón ef ekki hefur verið um það samið fyrirfram að aðgerð sé gerð erlendis.

Fólk heldur að það sé sjúkratryggt ef það hefur borgað ferðina með VISA-kortinu sínu en svo er alls ekki þegar farið er gagngert til þess að fara í læknisaðgerð.

Ef það á að vera tryggt í slíkum ferðum þarf að kaupa sérstaka tryggingu og hun getur orðið mjög dýr var mér tjáð.

Björn Geir Leifsson, 4.6.2013 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Ríkarðsson

Höfundur

Smári Ríkarðsson
Smári Ríkarðsson
Viðskiptafræðingur og vátryggingamiðlari

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cimg3681
  • CIMG3630

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband