29.10.2012 | 16:03
Vörður þarf að breyta skilmálum
Dómurinn kom mér ekki á óvart enda ljóst að ekki er talað um prómill mælingu í skilmálum. Tjónadeil félagsins er vonandi að átta sig á því að ef ekki eru bein orsakatengsl milli þess að fá sér í glas og lenda í tjóni þá er um bótaskyldan atburð að ræða. Hvað er svo nautnalyf? Er það eiturlyf eða áfengi eða kaffi?
Ég tel eðlilegt í ljósi undangenginna mála sem Vörður hefur verið að tapa í dómssal á þessum forsendum að félagið setji inn ákvæði með beinum hætti að ef vátryggður er undir áhrifum áfengis þá sé hann utan slysaskilmála. Með því móti er ljóst að félagið lítur svo á að sú hegðun að fá sér í glas sé óvátryggjanleg.
Skilmálinn er skrifaður af starfsmönnum vátryggingafélagsins og ætti þeim því að vera í lófa lagið að taka af allan vafa í þessum efnum.
Þá geta líka vátryggingartakar ákveðið sig hvort þeir vilja vera vátryggðir bara stundum hjá Verði eða alltaf annarsstaðar jafnvel þegar þeir eru að fá sér einn kaldann með vinunum.
Á rétt á bótum eftir fall fram fyrir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Ríkarðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eru lögfræðingar svona ódýrir?
Jonsi (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 19:39
Vörður tryggingar haf alltaf komið fram við mig af heilindum þegar ég hef þurft á þeim að halda burt sé frá þessari uppákomu þá fá þeir góða einkunn frá mér.
Sigurður Haraldsson, 29.10.2012 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.