Bætur vegna slyss

Góð niðurstaða í dómi hæstaréttar um daginn þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að það að detta er slys. Vátryggingafélagið hafði tekið mál konu einnar sem stökk yfir borð og lenti illa á hné fyrir dómstóla á þeim grundvelli að ekki hafi verið um skyndilegan utanaðkomandi atburð að ræða heldur hafi konan án utanaðkomandi aðstoðar fallið og meitt sig. Á þessum forsendum vildi félagið meina að slysið sem konan varð fyrir félli ekki innan skilmála.
Þrátt fyrir almennan skilning á orðinu slys þá taldi héraðsdómur að félagið hefði mikið til síns máls og dæmdi því í hag. Þessum dómi var blessunarlega snúið við í hæstarétti í síðustu viku.
Ef hæstiréttur hefði komist að annarri niðurstöðu þá hefði slysatrygging verið ónýt vara og ekki til þess brúks sem til var ætlast.

Það er líka óeðlilegt að selja slysatryggingu og reyna svo að skilgreina sig frá hugtakinu með allskonar orðhengilshætti eins og var haft í rökum lögmanna vátryggingafélagsins. Ef félögin vilja selja vátryggingu sem á ekki að bæta það að fólk dettur þá má ekki kalla þá vöru slysatryggingu þar sem fall án vilja viðkomandi er ekkert annað en slys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Ríkarðsson

Höfundur

Smári Ríkarðsson
Smári Ríkarðsson
Viðskiptafræðingur og vátryggingamiðlari

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...cimg3681
  • CIMG3630

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband