Seint er opnað, snjóframleiðsla nauðsynleg

Eftir að haf séð allt þetta fólk í fjöllunum í gær, mánudag, þá getur maður ekki orða bundist. Mættir voru yfir 2 þúsund manns. Almenningur sem var á skíðum á heimtingu, alveg eins og aðrir áhugamenn um sport að þeir fái skerf af því fjármagni sem beint er til íþróttamála. Skíðasvæðin hafa líklega tekið inn milli 2-3 milljónir í lyftukortum í gær. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru miljarða verðmæti sem ekki er hægt að nýta sökum þess að snjóframleiðslutæki eru ekki til staðar. Hvers vegna ekki? Fólkið sem kom á skíði í gær hefur í vetur þurft að sækja, að stórum hluta, í framleiddann snjó á Akureyri til að sinna sínum áhugamálum. Auk þess þá hafa þeir sem æfa sportið þurft að gera það líka og í, að sjálfsögðu miklu meira mæli. Kostnaður þeirra sem æfa og sækja norður vegna þessa er mjög mikill og lætur nærri að hann sé innan skíða-félaganna marga tugi milljóna á þessum vetri. (byggir á lauslegri samantekt félagsins sem undirritaður er formaður í) Hvaða íþrótt þarf að sitja undir svona viljaleysi ráðamanna. Við höfum þessa fínu lendur til skíðaiðkunar en þeir sem hafa hingað til farið með fjármagnið hafa ekki séð tækifærin í því að setja upp snjóframleiðsluna. Mönnum verður tíðrætt um kostnað við að koma slíkum græjum upp. Það verður að skoða þetta í samhengi en við snjóframleiðsluna verður mun oftar hægt að skíða sem gefur tekjur og nýting fjárfestingar verður betri. Ekki meiga stjórnvöld í Reykjavík og nágreini gleyma því að kostnaður við íþróttaiðkunina fer út úr samfélaginu í Reykjavík og í annað sveitarfélag og áhuginn á íþróttinni í Reykjavík dvínar. Dalvík og Sauðárkrókur eru búnir að festa kaup á snjóframleiðslutækjum, hvað búa margir þar?
Að framangreindu tel ég Höfuðborgarsvæðinu til vansa að geta ekki komið þessu upp til að íþróttin fái sinn stuðning eins og allar aðrar íþróttir á svæðinu.

mbl.is „Frábær“ dagur í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Ríkarðsson

Höfundur

Smári Ríkarðsson
Smári Ríkarðsson
Viðskiptafræðingur og vátryggingamiðlari

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cimg3681
  • CIMG3630

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband