Andlát á erlendri grundu

Ég var að hlusta á þáttinn Morgungluggann fyrir nokkrum dögum á Rás 1. (http://www.ruv.is/sarpurinn/morgunglugginn/29052013-0 ) Þar var áhugavert viðtal við Þórhöllu Arnardóttur sem er systir Örvars Arnarsonar heitins sem lést í hörmulegu slysi í fallhlífarstökki í Flórída í vetur.  Blessuð sé minning hans. Þórhalla og fjölskylda hennar eru að búa til sjóð sem standa á við bakið á þeim sem þurfa að koma sínum nánustu heim eftir fráfall í framandi landi þar sem vátryggingar ná ekki yfir slíkan atburð.  

Hvaða vátryggingar geta greitt fyrir flutning látinar manneskju til greftrunar á Íslandi.  Kostnaður er umtalsverður og er oft erfitt að leggja það á fjölskyldu að koma með reiðufé til að greiða fyrir slíkt.  Það geta verði margar ástæður fyrir því að það sé erfitt en undirritaður er þeirrar skoðunar að skilgreind upphæð vegna slíks tjóns ætti að falla undir sjúkratryggingakerfi íslendinga, sem ég hef gagnrýnt í öðrum pistli á http://www.tryggja.is/blogg/.

Líftrygging greiðist nánast undantekningalaust út við slíkan atburð.  En sú vátrygging er ekki hugsuð fyrir kostnað sem þennan heldur til að viðhalda aflahæfi fjölskyldunnar og/eða til að greiða fyrir þekktar skuldir.

Í almennum slysatryggingum eru undantekningar, og fallhlífarstökk er ein þeirra.  Hægt er að greiða hærra iðgjald af þeirri vátryggingu til að fella þessa áhættu undir skilmála.  Slysatryggingar sem þessar verða hafa dánarbætur vegna slyss til að þar komi til greiðslu í þessu tilfelli.

Sjúkrakostnaðartryggingar eins og algengar eru í kreditkortum undanþyggja aukna áhættu eins og fallhlífarstökk og þarf því að vátryggja sjúkrakostnað með sér samning ef viðkomandi stundar áhættusport.

Ef viðkomandi er með sjúkdóm sem leiðir hann til dauða erlendis þá stendur fjölskildan fyrir sama vandamáli þar sem ekkert vátryggingafélag greiðir kostnað við heimflutning þar sem viðkomandi var með sjúkdóminn fyrir brottför.

Slysið er hægt að vátryggja og ættu allir að gera það.  Sjúkdómurinn býr til átthagafjötra á þá sem eiga lítið fé í sarpinum, nema ef ekki á að flytja hinn látna heim.

Í ljósi þessa þá skora ég á fólk að styrkja sjóðinn.  Það á samt ekki að koma í veg fyrir að fólk sem er að stunda áhættu sport vátryggi sig.

 sjá líka á www.tryggja.is


Vörður þarf að breyta skilmálum

Dómurinn kom mér ekki á óvart enda ljóst að ekki er talað um prómill mælingu í skilmálum. Tjónadeil félagsins er vonandi að átta sig á því að ef ekki eru bein orsakatengsl milli þess að fá sér í glas og lenda í tjóni þá er um bótaskyldan atburð að ræða. Hvað er svo nautnalyf? Er það eiturlyf eða áfengi eða kaffi?
Ég tel eðlilegt í ljósi undangenginna mála sem Vörður hefur verið að tapa í dómssal á þessum forsendum að félagið setji inn ákvæði með beinum hætti að ef vátryggður er undir áhrifum áfengis þá sé hann utan slysaskilmála. Með því móti er ljóst að félagið lítur svo á að sú hegðun að fá sér í glas sé óvátryggjanleg.
Skilmálinn er skrifaður af starfsmönnum vátryggingafélagsins og ætti þeim því að vera í lófa lagið að taka af allan vafa í þessum efnum.
Þá geta líka vátryggingartakar ákveðið sig hvort þeir vilja vera vátryggðir bara stundum hjá Verði eða alltaf annarsstaðar jafnvel þegar þeir eru að fá sér einn kaldann með vinunum.


mbl.is Á rétt á bótum eftir fall fram fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætur vegna slyss

Góð niðurstaða í dómi hæstaréttar um daginn þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að það að detta er slys. Vátryggingafélagið hafði tekið mál konu einnar sem stökk yfir borð og lenti illa á hné fyrir dómstóla á þeim grundvelli að ekki hafi verið um skyndilegan utanaðkomandi atburð að ræða heldur hafi konan án utanaðkomandi aðstoðar fallið og meitt sig. Á þessum forsendum vildi félagið meina að slysið sem konan varð fyrir félli ekki innan skilmála.
Þrátt fyrir almennan skilning á orðinu slys þá taldi héraðsdómur að félagið hefði mikið til síns máls og dæmdi því í hag. Þessum dómi var blessunarlega snúið við í hæstarétti í síðustu viku.
Ef hæstiréttur hefði komist að annarri niðurstöðu þá hefði slysatrygging verið ónýt vara og ekki til þess brúks sem til var ætlast.

Það er líka óeðlilegt að selja slysatryggingu og reyna svo að skilgreina sig frá hugtakinu með allskonar orðhengilshætti eins og var haft í rökum lögmanna vátryggingafélagsins. Ef félögin vilja selja vátryggingu sem á ekki að bæta það að fólk dettur þá má ekki kalla þá vöru slysatryggingu þar sem fall án vilja viðkomandi er ekkert annað en slys.


Skilmálar launþegatrygginga eru úreltir

Það þarf ekki að taka það fram að þetta er afar skrítið mál. Málið leiðir okkur að þeirri staðreynd að vátryggingar sem eru samþykktar í kjarasamningum eru ekki eins og almenningur vill hafa þær. Það þarf að lagfæra skilmála að svona sköðum. Læra af mistökum eins og þessum. Ef það er rétt að afleiðingin af þessum gjörningi, það er að bjarga félaga úr nauð, þá á það að vera innan skilmála. Ég held að það mætti útvíkka launþegatrygginguna með ákvæðum þar sem ákveðnir sjúkdómar á borð við einhverskonar stoðkerfisvandamál væru innan skilmála auk þess eiga þessar vátryggingar að virka allan sólarhringinn. Þar fyrir utan eiga bætur úr þessari tryggingu að standa undir lágmarks aflahæfi einstaklings. Þetta myndi minnka þrýsting á velferðarkerfið og vonandi koma í veg fyrir niðurstöðu sem þessa.
mbl.is Fær ekki bætur fyrir að hjálpa vinnufélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóframleiðsla í Bláfjöllum og Skálafelli

Nú er páskadagur og ennþá eru bestu veðuraðstæður á skíðasvæðum borgarinnar.  Síðustu vikur og reyndar veturinn allur með um 2-3ggja vikna bili voru það kaldir að framleiðsla á snjó hefði verið möguleg.  Engin íþrótt á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hlunnfarin eins og skíðaíþróttin.  Í fjöllunum standa fínar græjur á þurru bara af því að snjóframleiðslutækin skortir.  Ég hef haft af því spurnir að misvitrir stjórnmálamenn og embættismenn hafi látið umsögn um snjóframleiðslutæki og tól veltast um í heilbrigðisnefnd eða öðrum nefndum Kópavogsbæjar þar sem aðal hugsunin er hvort framleiðslan sé mengandi eða ekki.  Ég ber ekki gæfu til að skilja þá umræðu þar sem vatn er ekki meingunarvaldur, í besta falli vinnur á móti mengun með útþynningu.  Það er samt ekkert að viti sem mengar í Bláfjöllum, auk þess sem þetta er eitt mesta úrkomusvæði landsins.  Ég vildi óska þess að fólk með þessar skoðanir héldi sig við hluti sem það hefur vit á en ekki trufla heilbrigt fólk með sinni vanþekkingu.  Það er ljóst að í Skálaflelli er hægt að leggja af stað án þess að týna sér í kostnaði með því að nýta ofanáliggjandi vatnslagnir og sanna þar með notagildi þessa.  Í Bláfjöllum verður að leggja í það að mynda stöðuvötn til að safna vatni til að nýta við snjó-framleiðsluna.  Hægt er að hafa þessi vötn bæði fyrir neðan Eldborgargilið og eða Drottningargilið auk þess væri hægt að hafa stöðuvatn suðvestan við Eldborgargilið og væri það vatn meira að segja utan vatnasvæðis Reykjavíkur. Fyrir útivistarhugmyndir mætti koma fiski í þau þannig að nýta mætti á sumrin.

Ljótt er til þess að vita að aðrar greinar íþrótta njóta aðstoðar á meðan þessi þáttur í lífi almennings er hundsaður.  Skíðafélögin hafa þurft að færa æfingar norður á land og meira segja var Unglingameistarmót Íslands haldið á Siglufirði undir merkjum Reykvíkinga með ærnum kostnaði fyrir borgarbúa.  

Hungurrekstur skíðasvæðanna verður að taka endi.  Það þarf að breyta hugsunarhættinum og reka með þeirri tækni sem til er í dag.  Það mun gefa möguleika á að meira fáist inn í lyftugjöldum sem léttir undir.

 


Seint er opnað, snjóframleiðsla nauðsynleg

Eftir að haf séð allt þetta fólk í fjöllunum í gær, mánudag, þá getur maður ekki orða bundist. Mættir voru yfir 2 þúsund manns. Almenningur sem var á skíðum á heimtingu, alveg eins og aðrir áhugamenn um sport að þeir fái skerf af því fjármagni sem beint er til íþróttamála. Skíðasvæðin hafa líklega tekið inn milli 2-3 milljónir í lyftukortum í gær. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru miljarða verðmæti sem ekki er hægt að nýta sökum þess að snjóframleiðslutæki eru ekki til staðar. Hvers vegna ekki? Fólkið sem kom á skíði í gær hefur í vetur þurft að sækja, að stórum hluta, í framleiddann snjó á Akureyri til að sinna sínum áhugamálum. Auk þess þá hafa þeir sem æfa sportið þurft að gera það líka og í, að sjálfsögðu miklu meira mæli. Kostnaður þeirra sem æfa og sækja norður vegna þessa er mjög mikill og lætur nærri að hann sé innan skíða-félaganna marga tugi milljóna á þessum vetri. (byggir á lauslegri samantekt félagsins sem undirritaður er formaður í) Hvaða íþrótt þarf að sitja undir svona viljaleysi ráðamanna. Við höfum þessa fínu lendur til skíðaiðkunar en þeir sem hafa hingað til farið með fjármagnið hafa ekki séð tækifærin í því að setja upp snjóframleiðsluna. Mönnum verður tíðrætt um kostnað við að koma slíkum græjum upp. Það verður að skoða þetta í samhengi en við snjóframleiðsluna verður mun oftar hægt að skíða sem gefur tekjur og nýting fjárfestingar verður betri. Ekki meiga stjórnvöld í Reykjavík og nágreini gleyma því að kostnaður við íþróttaiðkunina fer út úr samfélaginu í Reykjavík og í annað sveitarfélag og áhuginn á íþróttinni í Reykjavík dvínar. Dalvík og Sauðárkrókur eru búnir að festa kaup á snjóframleiðslutækjum, hvað búa margir þar?
Að framangreindu tel ég Höfuðborgarsvæðinu til vansa að geta ekki komið þessu upp til að íþróttin fái sinn stuðning eins og allar aðrar íþróttir á svæðinu.

mbl.is „Frábær“ dagur í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Smári Ríkarðsson

Höfundur

Smári Ríkarðsson
Smári Ríkarðsson
Viðskiptafræðingur og vátryggingamiðlari

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...cimg3681
  • CIMG3630

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband